Án sýklalyfja Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun