Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Ásgeir Böðvarsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun