Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 09:45 Blaðamaðurinn Lyra McKee, sem skotin var til bana í Londonderry á fimmtudag. Getty/PSNI Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins. Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins.
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00