Dagur Kár Jónsson og félagar í austurríska liðinu Flyers Wels tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni þar í landi með útisigri á Vienna Timberwolves í dag.
Dagur Kár var í byrjunarliði Wels og skilaði 13 stigum í 90-79 sigrinum. Hann bætti við 7 fráköstum og 4 stoðsendingum en hann spilaði um 30 mínútur í leiknum.
Sigurinn tryggði Flyers Wels, sem situr í fimmta sæti deildarinnar, sæti í sex liða úrslitakeppninni en ein umferð er eftir af deildarkeppninni.
Þetta var sjötti sigurinn í síðustu átta leikjum hjá Degi og félögum sem fara á fínni siglingu inn í úrslitakeppnina.
