Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 10:32 Shai Gilgeous-Alexander í viðtali efitr magnaða frammistöðu sína í nótt. Getty/David Berding Oklahoma City Thunder hafði betur í spennuleik gegn Minnesota Timberwolves í nótt, 128-126, og er nú 3-1 yfir í einvígi liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Náfrændur voru stigahæstir í liðunum. Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum