Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 10:32 Shai Gilgeous-Alexander í viðtali efitr magnaða frammistöðu sína í nótt. Getty/David Berding Oklahoma City Thunder hafði betur í spennuleik gegn Minnesota Timberwolves í nótt, 128-126, og er nú 3-1 yfir í einvígi liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Náfrændur voru stigahæstir í liðunum. Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti. NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti.
NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira