Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2025 09:01 Baldur með aðstoðarþjálfurum sínum eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/Hulda Margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „algjört andlegt rugl“ í úrslitakeppni deildarinnar. „Þessu fylgir bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Baldur er hann sest niður með fréttamanni degi eftir að Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir sigur gegn Tindastól í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar. „Ég finn fyrir miklum létti gagnvart því að þetta sé búið og hafi endað svona. Gleði, ánægður með alla sem koma að þessu.“ Þetta var fyrsta tímabil Stjörnunnar undir stjórn Baldurs sem tók við liðinu af Arnari Guðjónssyni eftir að hafa verið á mála hjá Ratiopharm Ulm í Þýskalandi árin áður. Baldur stefndi strax að titli með lið Stjörnunnar en það er hægara sagt en gert að láta þá sýn raungerast. „Þetta er ekki auðvelt, að vinna titil. Ég held að það sé öllum alveg ljóst sem hafa tekið þátt í þessu. Við Ægir Þór höfum verið í þessu yfir langan tíma en þetta er okkar fyrsti Íslandsmeistaratitill, það er gaman að upplifa það. Maður er eiginlega bara smá orðlaus yfir öllu. ÍR serían var erfið, Grindavíkur serían enn þá erfiðari. Þetta eru svo mikil gæði sem þú ert að spila á móti, hrikalega erfitt og bara geggjað að hafa náð svona erfiðu takmarki.“ Baldur hefur á sínum þjálfaraferli lengi verið á höttunum eftir Íslandsmeistaratitli, hann hefur verið grálega nálægt því en einnig horft á eftirmenn sína í starfi ná því takmarki. „Fyrir mig er þetta persónulega stórt. Ég var grátlega nálægt því að sækja Íslandsmeistaratitil með Tindastól árið 2022, fer þaðan út í atvinnumennsku og horfi á þá vinna titilinn árið eftir. Ég er uppalinn í Þorlákshöfn, var þjálfari liðsins á einum tímapunkti, fer þaðan og horfi á þá taka titil. Það var erfitt í bæði skiptin en auðvitað samgleðst maður þeim sem að tókst að gera þetta. En auðvitað var maður meðvitaður um þetta í baráttunni. Manni langaði þetta alveg rosalega mikið. Þetta er ákveðinn léttir, að hafa náð að gera þetta.“ Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02 „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Þessu fylgir bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Baldur er hann sest niður með fréttamanni degi eftir að Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir sigur gegn Tindastól í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar. „Ég finn fyrir miklum létti gagnvart því að þetta sé búið og hafi endað svona. Gleði, ánægður með alla sem koma að þessu.“ Þetta var fyrsta tímabil Stjörnunnar undir stjórn Baldurs sem tók við liðinu af Arnari Guðjónssyni eftir að hafa verið á mála hjá Ratiopharm Ulm í Þýskalandi árin áður. Baldur stefndi strax að titli með lið Stjörnunnar en það er hægara sagt en gert að láta þá sýn raungerast. „Þetta er ekki auðvelt, að vinna titil. Ég held að það sé öllum alveg ljóst sem hafa tekið þátt í þessu. Við Ægir Þór höfum verið í þessu yfir langan tíma en þetta er okkar fyrsti Íslandsmeistaratitill, það er gaman að upplifa það. Maður er eiginlega bara smá orðlaus yfir öllu. ÍR serían var erfið, Grindavíkur serían enn þá erfiðari. Þetta eru svo mikil gæði sem þú ert að spila á móti, hrikalega erfitt og bara geggjað að hafa náð svona erfiðu takmarki.“ Baldur hefur á sínum þjálfaraferli lengi verið á höttunum eftir Íslandsmeistaratitli, hann hefur verið grálega nálægt því en einnig horft á eftirmenn sína í starfi ná því takmarki. „Fyrir mig er þetta persónulega stórt. Ég var grátlega nálægt því að sækja Íslandsmeistaratitil með Tindastól árið 2022, fer þaðan út í atvinnumennsku og horfi á þá vinna titilinn árið eftir. Ég er uppalinn í Þorlákshöfn, var þjálfari liðsins á einum tímapunkti, fer þaðan og horfi á þá taka titil. Það var erfitt í bæði skiptin en auðvitað samgleðst maður þeim sem að tókst að gera þetta. En auðvitað var maður meðvitaður um þetta í baráttunni. Manni langaði þetta alveg rosalega mikið. Þetta er ákveðinn léttir, að hafa náð að gera þetta.“
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02 „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02
„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30
„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00
Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00
Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09