„Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2025 09:31 Daníel Guðni verður næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus-deild karla. vísir/sigurjón Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann segir starfið sé stórt og því fylgi alltaf ákveðin pressa. Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira
Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira