Vara við „nýrri tegund“ hryðjuverkamanna á Norður-Írlandi Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2019 22:58 Lyra McKee þótti mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafa margir lýst yfir sorg sinni vegna morðsins. Vísir/Getty Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur
Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00