Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre gerðu sér góða ferð til Lyon og unnu toppliðið Lyon-Villeurbanne með tuttugu og tveimur stigum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Haukur spilaði tæpann hálftíma í 96-74 sigri Nanterrew. Hann skoraði á þeim tíma 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Leikurinn var nokkuð jafn, aðeins fimm stigum munaði í hálfleik, en í síðasta fjórðungnum tók Nanterre af skarið og uppskar sterkan sigur.
Nanterre er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Lyon á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir. Efstu átta liðin fara í úrslitakeppni að deildarkeppninni lokinni.
Haukur og félagar lögðu toppliðið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn




Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn



„Við þurfum annan titil“
Enski boltinn