FIFA lækkar miðaverðið á opnunarleik HM en þúsundir miða eru óseldir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 18:47 Lionel Messi og félagar í Inter Miami spila fyrsta leikinn á HM félagsliða en samt gengur illa að selja miða á leikinn. Getty/Rich Storry Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur enn á ný þurft að lækka miðaverð á opnunarleik nýju heimsmeistarakeppni félagsliða og það þrátt fyrir að stórstjarnan Lionel Messi sé að spila þenann leik. FIFA hafði áður lækkað miðaverðið vegna lítils áhuga en það dugði ekki til því þúsundir miðar eru enn óseldir. Messi og félagar í Inter Miami mæta egypska félaginu Al-Ahly í fyrsta leik keppninnar sem fer fram á Hard Rock leikvanginum í Miami í Florida. Keppnin hefst 15. júní næstkomandi. The Athletic fjallar um miðasöluna og bar það undir FIFA hvort að óseldir miðar væru meira en tuttugu þúsund. Fulltrúar FIFA segir að svo sé ekki en sambandið gaf þó ekki upp sölutölur. Inter Miami fékk sérstakt boð á mótið en vann sér ekki þátttökurétt. Það var væntanlega hugsað til að auka áhuga á keppninni en virðist ekki hafa gengið alveg upp. 32 félög taka þátt í þessari nýju keppni sem er sett upp eins og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Keppnin fer fram á ellefu leikstöðum í Bandaríkjunum. Miðaverðið á setningarleikinn er komið niður í 55 dollara en var 349 dollarar eftir að dregið var í riðla í desember. Í janúar var miðaverðið komið niður í 230 dollara. 55 dollarar eru sjö þúsund íslenskar krónur en miðinn hefur lækkað um tæpa þrjú hundruð dollara á hálfu ári eða um 38 þúsund krónur. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
FIFA hafði áður lækkað miðaverðið vegna lítils áhuga en það dugði ekki til því þúsundir miðar eru enn óseldir. Messi og félagar í Inter Miami mæta egypska félaginu Al-Ahly í fyrsta leik keppninnar sem fer fram á Hard Rock leikvanginum í Miami í Florida. Keppnin hefst 15. júní næstkomandi. The Athletic fjallar um miðasöluna og bar það undir FIFA hvort að óseldir miðar væru meira en tuttugu þúsund. Fulltrúar FIFA segir að svo sé ekki en sambandið gaf þó ekki upp sölutölur. Inter Miami fékk sérstakt boð á mótið en vann sér ekki þátttökurétt. Það var væntanlega hugsað til að auka áhuga á keppninni en virðist ekki hafa gengið alveg upp. 32 félög taka þátt í þessari nýju keppni sem er sett upp eins og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Keppnin fer fram á ellefu leikstöðum í Bandaríkjunum. Miðaverðið á setningarleikinn er komið niður í 55 dollara en var 349 dollarar eftir að dregið var í riðla í desember. Í janúar var miðaverðið komið niður í 230 dollara. 55 dollarar eru sjö þúsund íslenskar krónur en miðinn hefur lækkað um tæpa þrjú hundruð dollara á hálfu ári eða um 38 þúsund krónur.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira