Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið: „Verður mjög líkamlega erfið sería“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 09:25 Maté Dalmay telur að menn muni takast mjög hart á í úrslitaeinvíginu. getty / stöð 2 sport Körfuboltasérfræðingarnir í Lögmáli leiksins settust í sófann í gærkvöldi og fóru yfir úrslitaeinvígið sem framundan er milli Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers. Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira