Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 10:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira