Ósvífni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar