Saknar samráðs um Finnafjörð Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Fréttablaðið/Pjetur Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögulegs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síðkastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verkefnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögulegs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síðkastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verkefnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15