Telur hugmyndafræðilegan ágreining ekki ríkja um rekstrarform heilbrigðisþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 13:00 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA
Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira