Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 10:23 Sjómaður fylgist með mjaldrinum á sundi úti fyrir Finnmörku. Skjáskot/NRK Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna. Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna.
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira