Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina. Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina.
Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira