Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 16:58 Ávana- og fíknilyf á borð við Oxycontin eru boðin kaupum og sölum á Íslandi, meðal annars á samfélagsmiðlum. Þessi sölumaður var með 80 mg af Oxycontin til sölu á 8000 krónur töfluna sem virðist vera götuverð taflnanna. Vísir Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00
Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37