Kallaður Páll Kvísling Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 09:16 Páll Magnússon nafngreinir nú þann mann sem hann telur fara fram með ósæmilegum hætti á netinu, í dólgslegum skrifum um mann og annan. Bak við hann má sjá Ásmund Friðriksson sem tengist umræddu máli. fbl/ernir „Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki. Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki.
Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29