Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 17:00 Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar