Maður sem veittist að geðlækni með hníf dæmdur til fangelsisvistar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 18:47 Dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira