Maður sem veittist að geðlækni með hníf dæmdur til fangelsisvistar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 18:47 Dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira