Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2019 20:45 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar. Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar.
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01