Brýnasta fjárfestingin Teitur Erlingsson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun