Selárlaug hefur löngum þótt einn af gimsteinum Vopnafjarðar og enda um að ræða ekta sveitasundlaug sem býður upp á einstakt útsýni yfir náttúrufegurðina í Selárdal.
Ólafur stóð vaktina í Selárlaug í þrjá áratugi og því vafalaust margir sem eiga minningar af honum eftir að hafa skellt sér í laugina.

„Hann var mjög stór partur af þessu samfélagi og alltaf mikið áfall á Vopnafirði þegar fólk fellur frá fyrir aldur fram,“ segir Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
„Þetta er mjög náið samfélag og allir halda vel utan um alla,“ segir Þór.
Ólafur var atkvæðamikill í samfélaginu og sinnti til að mynda mikið af trúnaðarstörfum. „Hann var litríkur karakter og verður sárt saknað,“ segir Þór.