Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 11:15 "Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði faðir Assange. Vísir/EPA Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“ Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“
Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00