Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 09:01 Vinnuvélum sem fjarlægja eldsneytishylkin er fjarstýrt frá skrifstofu TEPCO, eiganda kjarnorkuversins. Vísir/EPA Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34
Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30