Taka frá rými fyrir Gucci, Louis Vuitton og Prada á Hafnartorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:14 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi. Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi.
Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00
Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00
Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30