Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 12:00 Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað. Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira