Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 12:29 Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Fréttablaðið/GVA Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11
Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56