Látum ekki blekkjast Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2019 13:49 Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun