Skaðabótamáli fyrrverandi rekstraraðila Iðnó gegn borginni vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 11:50 Margrét Rósa Einarsdóttir og Iðnó ehf. sáu um Iðnó um árabil. Mynd/Aðsend/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08