Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 4. apríl 2019 14:33 Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Einstaklingur, sem tilnefndur var af Blaðamannafélaginu en skipaður af ráðherra eins og aðrir fulltrúar í fjölmiðlanefnd, óskaði lausnar í fyrradag. Þá hefur formaður BÍ lýst því yfir að félagið hyggist kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar, sem félagið telur komna út fyrir lögboðið verksvið sitt og þá helst í samhengi við 26. gr. laga um fjölmiðla. Í tilefni af þessu er rétt að varpa ljósi á umrætt ákvæði, störf og hlutverk fjölmiðlanefndar. Ákvæði 26. gr. um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu. Þegar lög um fjölmiðla voru sett árið 2011 hafði fjölmiðlanefnd ekki heimild til að birta álit vegna kvartana á grundvelli 26. gr. Með lagabreytingu árið 2013 var slík heimild sérstaklega færð í lög. Nokkuð hafði borist af ábendingum og kvörtunum vegna meintra brota á 26. gr. til fjölmiðlanefndar á árinu 2012, meðal annars í tengslum við skyldur fjölmiðla til að gæta jafnræðis og hlutlægni í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Af því mátti ráða að almenningur hefði væntingar til þess að ákvæði 26. gr. væri framfylgt af hálfu nefndarinnar. Árið 2013 var ákvæðinu því breytt þannig að fjölmiðlanefnd yrði heimilt að birta álit vegna brota á ákvæðinu. Það er því ekki rétt að heimild 3. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla til birtingar álits eigi ekki við um mál er varða 26. gr. Þvert á móti var umrædd heimild lögfest í þeim tilgangi að markmið 26. gr. næðu betur fram að ganga. Fjölmiðlanefnd hefur frá árinu 2014 birt sjö álit í málum sem varða 26. gr., það fyrsta fyrir fimm árum. Um meðferð fjölmiðlanefndar í málum sem varða 26. gr. gilda sömu reglur og við meðferð annarra mála. Þannig gilda um hana stjórnsýslulög, nefndin vinnur samkvæmt settum starfsreglum en hefur auk þess birt ítarlegar leiðbeiningar fyrir almenning um kvartanir og rétt til andsvara. Eru reglur og leiðbeiningar birtar á vef fjölmiðlanefndar. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir til skoðunar Því hefur verið haldið fram að með nýlegum álitum nefndarinnar, þar sem m.a. reyndi á 26. gr., hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir verksvið sitt. Í tveimur nýjustu álitum nefndarinnar um 26. gr., vegna kvartana yfir umfjöllun RÚV annars vegar og Vísis hins vegar, taldi hún umfjöllun ekki hafa farið í bága við lög um fjölmiðla. Af yfirlýsingum formannsins má ráða að hann telji að nefndinni beri að vísa sjálfkrafa frá öllum kvörtunum sem henni berist vegna meintra brota fjölmiðla á 26. gr. laga um fjölmiðla, með vísan í fyrrgreint nefndarálit frá árinu 2011, jafnvel þótt lögunum hafi verið breytt árið 2013 í þeim tilgangi að 26. gr. næði betur markmiði sínu. Þannig stjórnsýsla myndi hins vegar ekki samræmast skyldum nefndarinnar á grundvelli laga. Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki val um það hvort þau framfylgja tilteknum ákvæðum laga. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir sem þeim berast til skoðunar og, eftir atvikum, til efnislegrar meðferðar bendi kvartanir til þess að brotið hafi verið gegn lögum. Við mat á því hvort til greina komi að birta álit á grundvelli 26. gr. ber að hafa hliðsjón af 73. gr. stjórnarskrár Íslands um tjáningarfrelsi og hefur fjölmiðlanefnd stigið afar varlega til jarðar í þeim efnum. BÍ hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Umboðsmaður hefur áður tekið til athugunar tvær kvartanir vegna stjórnsýslu nefndarinnar. Í báðum tilvikum voru það kvartanir einstaklinga yfir því að fjölmiðlanefnd hefði ekki tekið til efnislegrar meðferðar kvartanir vegna meintra brota á 26. gr. Sams konar ákvæði í lögum nágrannaríkja Fram hefur komið í afstöðu BÍ að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla þegar stjórnsýslunefndir taki við ábendingum eða kvörtunum almennings varðandi hlutlægni, friðhelgi einkalífs og hvort að sagt sé satt og rétt frá í fréttum og fréttatengdu efni. Hér er þó ekki um séríslenska lagaumgjörð að ræða. Í fjölmörgum nágrannaríkjum eru kvartanir er varða brot á sambærilegum ákvæðum um lýðræðislegar grundvallarreglur stærsta einstaka umkvörtunarefnið hjá systurstofnunum fjölmiðlanefndar. Þær skipta hundruðum á ársgrundvelli í þeim ríkjum þar sem fæstar kvartanir berast en þúsundir þar sem flestar kvartanir berast. Í þessum samanburði er ljóst að fjölmiðlanefnd hefur gætt fyllstu varkárni og tekið fá mál til efnislegrar meðferðar í samanburði við sambærilegar stofnanir í Evrópu. Fjölmiðlanefnd er skipuð fimm nefndarmönnum. Tveir fulltrúar eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands en BÍ og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefna hvort einn fulltrúa. Ráðherra skipar þann fimmta án tilnefningar. Störf nefndarinnar markast af ákvæðum laga um fjölmiðla og reglur þeirra ganga ætíð framar afstöðu einstakra nefndarmanna eða tilnefningaraðila. Opinber og almenn umræða um löggjöf er alltaf mikilvæg og það á ekki síst við um svo mikilvægt starf sem starfsemi fjölmiðla er. Gagnrýni á lagasetningu eða tillögum til úrbóta er hins vegar heppilegast að beina til þeirra sem fara með vald til að setja lögin í stað þeirra sem framfylgja þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Einstaklingur, sem tilnefndur var af Blaðamannafélaginu en skipaður af ráðherra eins og aðrir fulltrúar í fjölmiðlanefnd, óskaði lausnar í fyrradag. Þá hefur formaður BÍ lýst því yfir að félagið hyggist kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar, sem félagið telur komna út fyrir lögboðið verksvið sitt og þá helst í samhengi við 26. gr. laga um fjölmiðla. Í tilefni af þessu er rétt að varpa ljósi á umrætt ákvæði, störf og hlutverk fjölmiðlanefndar. Ákvæði 26. gr. um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu. Þegar lög um fjölmiðla voru sett árið 2011 hafði fjölmiðlanefnd ekki heimild til að birta álit vegna kvartana á grundvelli 26. gr. Með lagabreytingu árið 2013 var slík heimild sérstaklega færð í lög. Nokkuð hafði borist af ábendingum og kvörtunum vegna meintra brota á 26. gr. til fjölmiðlanefndar á árinu 2012, meðal annars í tengslum við skyldur fjölmiðla til að gæta jafnræðis og hlutlægni í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Af því mátti ráða að almenningur hefði væntingar til þess að ákvæði 26. gr. væri framfylgt af hálfu nefndarinnar. Árið 2013 var ákvæðinu því breytt þannig að fjölmiðlanefnd yrði heimilt að birta álit vegna brota á ákvæðinu. Það er því ekki rétt að heimild 3. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla til birtingar álits eigi ekki við um mál er varða 26. gr. Þvert á móti var umrædd heimild lögfest í þeim tilgangi að markmið 26. gr. næðu betur fram að ganga. Fjölmiðlanefnd hefur frá árinu 2014 birt sjö álit í málum sem varða 26. gr., það fyrsta fyrir fimm árum. Um meðferð fjölmiðlanefndar í málum sem varða 26. gr. gilda sömu reglur og við meðferð annarra mála. Þannig gilda um hana stjórnsýslulög, nefndin vinnur samkvæmt settum starfsreglum en hefur auk þess birt ítarlegar leiðbeiningar fyrir almenning um kvartanir og rétt til andsvara. Eru reglur og leiðbeiningar birtar á vef fjölmiðlanefndar. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir til skoðunar Því hefur verið haldið fram að með nýlegum álitum nefndarinnar, þar sem m.a. reyndi á 26. gr., hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir verksvið sitt. Í tveimur nýjustu álitum nefndarinnar um 26. gr., vegna kvartana yfir umfjöllun RÚV annars vegar og Vísis hins vegar, taldi hún umfjöllun ekki hafa farið í bága við lög um fjölmiðla. Af yfirlýsingum formannsins má ráða að hann telji að nefndinni beri að vísa sjálfkrafa frá öllum kvörtunum sem henni berist vegna meintra brota fjölmiðla á 26. gr. laga um fjölmiðla, með vísan í fyrrgreint nefndarálit frá árinu 2011, jafnvel þótt lögunum hafi verið breytt árið 2013 í þeim tilgangi að 26. gr. næði betur markmiði sínu. Þannig stjórnsýsla myndi hins vegar ekki samræmast skyldum nefndarinnar á grundvelli laga. Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki val um það hvort þau framfylgja tilteknum ákvæðum laga. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir sem þeim berast til skoðunar og, eftir atvikum, til efnislegrar meðferðar bendi kvartanir til þess að brotið hafi verið gegn lögum. Við mat á því hvort til greina komi að birta álit á grundvelli 26. gr. ber að hafa hliðsjón af 73. gr. stjórnarskrár Íslands um tjáningarfrelsi og hefur fjölmiðlanefnd stigið afar varlega til jarðar í þeim efnum. BÍ hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Umboðsmaður hefur áður tekið til athugunar tvær kvartanir vegna stjórnsýslu nefndarinnar. Í báðum tilvikum voru það kvartanir einstaklinga yfir því að fjölmiðlanefnd hefði ekki tekið til efnislegrar meðferðar kvartanir vegna meintra brota á 26. gr. Sams konar ákvæði í lögum nágrannaríkja Fram hefur komið í afstöðu BÍ að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla þegar stjórnsýslunefndir taki við ábendingum eða kvörtunum almennings varðandi hlutlægni, friðhelgi einkalífs og hvort að sagt sé satt og rétt frá í fréttum og fréttatengdu efni. Hér er þó ekki um séríslenska lagaumgjörð að ræða. Í fjölmörgum nágrannaríkjum eru kvartanir er varða brot á sambærilegum ákvæðum um lýðræðislegar grundvallarreglur stærsta einstaka umkvörtunarefnið hjá systurstofnunum fjölmiðlanefndar. Þær skipta hundruðum á ársgrundvelli í þeim ríkjum þar sem fæstar kvartanir berast en þúsundir þar sem flestar kvartanir berast. Í þessum samanburði er ljóst að fjölmiðlanefnd hefur gætt fyllstu varkárni og tekið fá mál til efnislegrar meðferðar í samanburði við sambærilegar stofnanir í Evrópu. Fjölmiðlanefnd er skipuð fimm nefndarmönnum. Tveir fulltrúar eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands en BÍ og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefna hvort einn fulltrúa. Ráðherra skipar þann fimmta án tilnefningar. Störf nefndarinnar markast af ákvæðum laga um fjölmiðla og reglur þeirra ganga ætíð framar afstöðu einstakra nefndarmanna eða tilnefningaraðila. Opinber og almenn umræða um löggjöf er alltaf mikilvæg og það á ekki síst við um svo mikilvægt starf sem starfsemi fjölmiðla er. Gagnrýni á lagasetningu eða tillögum til úrbóta er hins vegar heppilegast að beina til þeirra sem fara með vald til að setja lögin í stað þeirra sem framfylgja þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun