CrossFit-kappar reikna með 2000 ferðamönnum og 300 milljónum króna í kerfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 14:49 Skipuleggjendur reikna með fimm þúsund áhorfendum í Laugardalshöll þegar mótið fer fram. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda. CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda.
CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels