CrossFit-kappar reikna með 2000 ferðamönnum og 300 milljónum króna í kerfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 14:49 Skipuleggjendur reikna með fimm þúsund áhorfendum í Laugardalshöll þegar mótið fer fram. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda. CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda.
CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira