CrossFit-kappar reikna með 2000 ferðamönnum og 300 milljónum króna í kerfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 14:49 Skipuleggjendur reikna með fimm þúsund áhorfendum í Laugardalshöll þegar mótið fer fram. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda. CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda.
CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira