Sköpum störf Sirrí Hallgrímsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Allt í kringum okkur sjáum við öflug og rótgróin fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu, þau eru hluti af daglega lífinu okkar. Við erum sennilega langflest sek um að hugsa ekki út í þá staðreynd að eitt sinn voru öll þessi fyrirtæki hugmynd. Hugmyndin var í kollinum á frumkvöðli og ekki er ólíklegt að hún hafi þótt ævintýraleg, djörf og jafnvel hálfgalin. En það var einhver sem ákvað að stíga skrefið, ráðast í málið og hrinda því af stað. Það var einhver sem var tilbúinn að taka áhættuna, leggja sparnaðinn sinn og annarra undir til þess að láta hugmynd verða að veruleika. Við sjáum ekki allar hugmyndirnar sem gengu ekki upp, fyrirtækin sem lifðu ekki af vegna þess að hugmyndin var röng, tíminn var rangur eða frumkvöðullinn var óheppinn. Ótrúlega margt getur farið úrskeiðis í frumkvöðlastarfinu og það er í raun ótrúlegt að einhverjir séu tilbúnir til að taka áhættuna og reyna að skapa eitthvað nýtt. Við eigum því að vera mjög þakklát fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að taka áhættuna og leggja á sig það þrotlausa erfiði sem felst í því að gera hugmynd að veruleika. Við eigum því að fagna með þeim þegar vel gengur og virða það starf sem leitt hefur til árangurs. En það er líka mikilvægt að styðja við þá í mótlæti, sýna því skilning að ekki eru allar ferðir til fjár og hlutirnir geta farið úrskeiðis. Það geta nefnilega ekki allir unnið hjá ríkinu og störfin skapa sig ekki sjálf, við þurfum frumkvöðla og þá sem flesta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Allt í kringum okkur sjáum við öflug og rótgróin fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu, þau eru hluti af daglega lífinu okkar. Við erum sennilega langflest sek um að hugsa ekki út í þá staðreynd að eitt sinn voru öll þessi fyrirtæki hugmynd. Hugmyndin var í kollinum á frumkvöðli og ekki er ólíklegt að hún hafi þótt ævintýraleg, djörf og jafnvel hálfgalin. En það var einhver sem ákvað að stíga skrefið, ráðast í málið og hrinda því af stað. Það var einhver sem var tilbúinn að taka áhættuna, leggja sparnaðinn sinn og annarra undir til þess að láta hugmynd verða að veruleika. Við sjáum ekki allar hugmyndirnar sem gengu ekki upp, fyrirtækin sem lifðu ekki af vegna þess að hugmyndin var röng, tíminn var rangur eða frumkvöðullinn var óheppinn. Ótrúlega margt getur farið úrskeiðis í frumkvöðlastarfinu og það er í raun ótrúlegt að einhverjir séu tilbúnir til að taka áhættuna og reyna að skapa eitthvað nýtt. Við eigum því að vera mjög þakklát fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að taka áhættuna og leggja á sig það þrotlausa erfiði sem felst í því að gera hugmynd að veruleika. Við eigum því að fagna með þeim þegar vel gengur og virða það starf sem leitt hefur til árangurs. En það er líka mikilvægt að styðja við þá í mótlæti, sýna því skilning að ekki eru allar ferðir til fjár og hlutirnir geta farið úrskeiðis. Það geta nefnilega ekki allir unnið hjá ríkinu og störfin skapa sig ekki sjálf, við þurfum frumkvöðla og þá sem flesta.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar