Erlent

Varar við uggvænlegri þróun í Evrópu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
"Þjóðernishyggja, sérstaklega hjá öfga hægrinu, er að færast aftur í vöxt,“ sagði Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á viðburði fyrir unga leiðtoga í Berlín í Þýskalandi sem fór fram í gærkvöldi. Hann varaði við uggvænlegri þróun í Evrópu.
"Þjóðernishyggja, sérstaklega hjá öfga hægrinu, er að færast aftur í vöxt,“ sagði Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á viðburði fyrir unga leiðtoga í Berlín í Þýskalandi sem fór fram í gærkvöldi. Hann varaði við uggvænlegri þróun í Evrópu. Vísir/ap
„Þjóðernishyggja, sérstaklega hjá öfga hægrinu, er að færast aftur í vöxt,“ sagði Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á viðburði fyrir unga leiðtoga í Berlín í Þýskalandi sem fór fram í gærkvöldi. Hann varaði við uggvænlegri þróun í Evrópu.

„Við vitum hvert þetta leiðir. Evrópuþjóðirnar vita betur en allir hvert þetta leiðir,“ sagði Obama. Slík hugmyndafræði geti aðeins endað á einn veg.

„Það leiðir til átaka, blóðsúthellinga og katastrófu“.

Obama sagði að Evrópa væri orðinn einn helsti átakavettvangur annars vegar frjálslyndra og hins vegar öfga hægri popúlista. Hann sagði að umburðarlyndi og gagnkvæm virðing væri nauðsynleg.

Julianne Smith, fyrrvarandi ráðgjafi Obama, sagði í samtali við New York Times að fundurinn væri ákall um aðgerðir af hálfu hinna ungu og upprennandi leiðtoga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×