Borgarbúar fá frítt í strætó á morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 11:15 Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum "gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar. Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum „gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar. Vegna aðstæðna, vindur er hægur, götur eru þurrar og litlar líkur á úrkomu, er búist við því að ástandið vari einnig næstu daga og megi því sjá ryk þyrlast upp á umferðargötum Reykjavíkurborgar og svifryksstyrkur verði hár.Sjá einnig: Búast má við miklu svifryki næstu daga Hægt verður að nálgast frípassann undir „Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. Vísir greindi frá því þann 19. mars að búið væri að forrita frímiða í appinu þannig að á næsta „gráa degi“ gætu handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að með uppátækinu vilji þau breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála. „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Strætó, Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytið, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvetja íbúa til að sýna samstöðu og ganga, hjóla eða taka strætó á morgun. Myllumerki átaksins á samfélagmiðlum er #grárdagur. Heilbrigðismál Samgöngur Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. 19. mars 2019 16:26 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum „gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar. Vegna aðstæðna, vindur er hægur, götur eru þurrar og litlar líkur á úrkomu, er búist við því að ástandið vari einnig næstu daga og megi því sjá ryk þyrlast upp á umferðargötum Reykjavíkurborgar og svifryksstyrkur verði hár.Sjá einnig: Búast má við miklu svifryki næstu daga Hægt verður að nálgast frípassann undir „Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. Vísir greindi frá því þann 19. mars að búið væri að forrita frímiða í appinu þannig að á næsta „gráa degi“ gætu handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að með uppátækinu vilji þau breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála. „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Strætó, Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytið, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvetja íbúa til að sýna samstöðu og ganga, hjóla eða taka strætó á morgun. Myllumerki átaksins á samfélagmiðlum er #grárdagur.
Heilbrigðismál Samgöngur Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. 19. mars 2019 16:26 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34
Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38
Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. 19. mars 2019 16:26