Í skólanum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:00 Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun