Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 18:27 Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti. Fréttablaðið/Anton Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36
Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00