Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 18:27 Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti. Fréttablaðið/Anton Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36
Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00