Rauður penni Kári Stefánsson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Opið bréf til forsætisráðherra Katrín, ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með þann frið á vinnumarkaði sem hefur brostið á meðal annars fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Hver veit nema ég fylgi fordæmi þínu og drullist til þess að gúgla hamingjuna í þeirri von að þá fari hlutir að ganga vel hjá mér líka. En það er annað mál. Ég varð fyrir því að hlusta á fréttir í útvarpi fyrir skömmu og heyrði þá heilbrigðisráðherrann þinn hana Svandísi lýsa því hvernig hún ætlaði að sjá til þess að innan árs væri komið á kerfi sem gerði það að verkum að fangar í íslenskum fangelsum ættu greiðan aðgang að geðlæknishjálp ef þeir þyrftu á henni að halda. Þetta yljaði mér um hjartarætur vegna þess það er svo margt sem gerir það að verkum að fangar eiga geðheilsu sína undir högg að sækja. Svandís á lof skilið fyrir þetta framtak. Það er hins vegar athyglisvert að ef Svandísi tekst að koma þessu kerfi á þá væru fangar að öðru óbreyttu eini samfélagshópurinn á Íslandi sem ætti greiðan aðgang að geðlæknisþjónustu. Það tekur um það bil hálft ár að komast að hjá geðlækni á stofu og ég veit um sjúklinga sem hafa lent í geðrofi og verið lagðir inn á geðdeild Landspítalans sem hafa verið útskrifaðir eftir nokkra daga með loforð um að komast að á göngudeild eftir margar vikur. Þetta er ekki bara vanræksla og vond læknisfræði heldur glæfraleg hegðun sem setur sjúklinginn í töluverða hættu, jafnvel lífshættu. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það væri skynsamlegt af þeim sem þurfa virkilega á geðlæknishjálp að halda að játa á sig vondan glæp þannig að þeim yrði stungið strax inn í gæsluvarðhald. Nokkru eftir að ég hlustaði á Svandísi í útvarpi horfði ég á sjónvarpsþátt á RUV sem fjallaði um það hvernig geðdeild Landspítalans hafi fallið á átta af þeim tólf öryggisprófum sem voru lögð fyrir hana. Öryggis sjúklinga á geðdeild Landspítalans þótti alls ekki gætt sem skyldi. Það má því leiða að því rök að fangelsisvist myndi ekki bara tryggja þeim sem á geðlæknisþjónustu þyrftu að halda góðan aðgang að henni og miklu betri en löghlýðnum borgurum heldur meira öryggi meðan þeir nytu hennar. Og nú víkur sögunni að einum flokki geðsjúkdóma, fíknisjúkdómum: Undanfarna áratugi hefur bráðameðferð fíknisjúkdóma á Íslandi að langmestu leyti verið á vegum sjúkrahússins Vogs sem er rekið af SÁÁ. Landspítalinn hefur hætt henni utan að sinna þeim sem eru tvígreindir, með annan geðsjúkdóm í viðbót við fíknina. Það hefur hins vegar myndast gott samstarf milli Vogs og Landspítalans og stórum hundraðshluta innlagna á Vog er vísað þangað af Landspítalanum. Læknar Landspítalans hafa því í verki treyst Vogi fyrir vandanum. SÁÁ eru áhugamannasamtök og hafa beislað bæði hugsjónir og fagmennsku til þess að sinna þeim sem eiga undir högg að sækja vegna fíknisjúkdóma. Það er ekki til betri sósíalismi en þegar fólkið í landinu rís upp og sinnir þörfum annarra til þess eins að sinna þörfum annarra. Okkur ber að sýna SÁÁ þakklæti og virðingu fyrir fórnfýsi og gott starf og væri vel við hæfi að því fylgdi líka nokkur væntumþykja. Þau sáu um fíklana okkar þegar enginn annar sinnti þeim Það vill svo til að Svandís er um margt mjög góður heilbrigðismálaráðherra. Hún hefur til dæmis tekið af skarið og byrjað að setja saman heildarstefnu í heilbrigðismálum sem hefur sárlega vantað í nokkra áratugi. Hún hefur hins vegar skrítna afstöðu til SÁÁ sem getur á engan máta talist falleg eða skynsamleg út frá hagsmunum íslensks samfélags. Sem dæmi um það má nefna að þegar vinkona hennar Kristín Pálsdóttir réðst að SÁÁ með heimskulegum og ruddalegum aðdróttunum á fésbók tók Svandís undir þær (lækaði). Það er með öllu fordæmalaus vitleysa að heilbrigðismálaráðherra skuli veitast opinberlega að áhugamannasamtökum sem hafa þjónað samfélagi sínu á þann máta sem SÁÁ hefur gert. Það fór heldur ekki framhjá neinum að þegar haldnir voru tónleikar í Háskólabíói á síðasta hausti til styrktar SÁÁ mættu fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra og fluttu ávarp en heilbrigðismálaráðherra sá sér það ekki fært.ffdfasdfdsafdsfSÁÁ sendi frá sér tilkynningu í apríl í fyrra um að þau yrðu að hætta að sinna bráðameðferð ungra fíkla á Vogi vegna þess að það væri ekki aðstaða til þess að skilja á milli þeirra og fullorðinna fíkla. Svandís brást við með því að taka þá ákvörðun að flytja meðferðina upp á Landspítala. Hún gerði það án þess að ráðfæra sig við SÁÁ um umfang málsins eða Landspítalann um getu hans til þess að höndla það. Hún gerði það án þess að kanna kostnað við húsnæði og annað sem fulltrúar Landspítalans segja mér að væri miklu meiri uppi á Landspítala en á Vogi. Hún gerði það án þess að kanna hvort hægt væri að ná í fagfólk til þess að sinna verkefninu á Landspítalanum með reynslu og getu sem jafnast á við það sem er til staðar á Vogi. Hún tók sem sagt þessa ákvörðun ein og út af fyrir sig og að öllum líkindum með eitthvað allt annað í huga en hagsmuni unglinga með fíknivanda og samfélagsins almennt. Þegar Svandís sagði frá þeirri ákvörðun sinni að flytja bráðameðferð ungra fíkla upp á Landspítala fagnaði áðurnefnd vinkona hennar Kristín Pálsdóttir á fésbók og sagði að það væri gott að vita til þess að nú yrði tekið á vandanum af þeim sem væru meira fagfólk en það sem finnst á Vogi. Það er mín kenning að Svandís deili þeirri skoðun. Það er alveg ljóst af úttektinni sem var sagt frá í sjónvarpsþættinum sem ég minntist á hér að ofan og sögum sem hafa birst í fjölmiðlum upp á síðkastið að geðdeild Landspítalans á við ýmsan vanda að stríða sem bendir til þess að það sé erfitt að halda því fram að hún sé til fyrirmyndar og á nokkurn máta fremri Vogi í fagmennsku. Það er líka vert að geta þess að núna þegar búið er að fela Landspítalanum að taka við verkefninu eru starfsmenn hans að leita ráða hjá starfsmönnum Vogs um það hvernig væri best að standa að því. Það er líka dapurlegt að frétta af því að það sem er verið að útbúa uppi á Landspítala sé einungis afeitrunarrými sem bendir til þess að metnaðurinn þeirra sem að flutningnum upp á Landspítala standa sé einungis að taka verkefnið af Vogi. Bráðameðferð fíknisjúklinga samanstendur af öðru en afeitrun og er mikilvægt að byrja að hlúa að einstaklingnum á ýmsan máta meðan hann er að afeitrast og strax að afeitrun lokinni í stað þess að senda hann fljótlega heim til sín eða inn á stofnun þar sem eru sjúklingar lengra komnir í sínum bata. Katrín, það er fráleitt að nýta sér ekki þá þekkingu, reynslu og aðstöðu sem er til staðar í SÁÁ til þess að hlúa að ungum fíklum. Það eina sem vantaði á var fé til þess að breyta húsnæði á Vogi lítillega sem er miklu ódýrara en að útbúa afeitrunarrýmið uppi á Landspítala. Það er ekkert leyndarmál að það mætti ýmislegt betur fara á Vogi, til dæmis væri að því mikil bót ef það væri skilið milli kvenna og karla í meðferðinni. Það er hins vegar líka vandamál á geðdeild Landspítalans. Þetta og ýmislegt annað mætti auðveldlega bæta. Staðreyndin er sú að Vogur er mjög góð stofnun og í henni beislast brennandi áhugi góðs fólks sem við viljum ekki hrekja frá verkefninu. Það sem meira er, fíklarnir ungu sem þjást af þeim sjúkdómi sem deyðir fleiri á þeirra aldri en nokkuð annað eiga það skilið að fá að njóta þeirrar reynslu og þekkingar sem hefur byggst upp á Vogi. Afstaða Svandísar til SÁÁ er fráleit og hættuleg því unga fólki sem við viljum hjálpa í glímunni við óvægna djöfla. Hún virðist sækja þar leiðsögn til fólks sem hefur ekki aðra reynslu af málaflokknum en þá að hafa sjálft farið í meðferð á Vogi og líkað það illa. Það er engin launung að það reynist mörgum manninum erfitt fara í gegnum meðferð og leiðin um hana er gjarnan vörðuð sársaukafullri lífsreynslu. Ég lít svo á að afstaðan til SÁÁ sé villa í annars góðum texta hjá heilbrigðismálaráðherranum þínum. Þér ber skylda til þess að draga upp rauða pennann og leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Katrín, ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með þann frið á vinnumarkaði sem hefur brostið á meðal annars fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Hver veit nema ég fylgi fordæmi þínu og drullist til þess að gúgla hamingjuna í þeirri von að þá fari hlutir að ganga vel hjá mér líka. En það er annað mál. Ég varð fyrir því að hlusta á fréttir í útvarpi fyrir skömmu og heyrði þá heilbrigðisráðherrann þinn hana Svandísi lýsa því hvernig hún ætlaði að sjá til þess að innan árs væri komið á kerfi sem gerði það að verkum að fangar í íslenskum fangelsum ættu greiðan aðgang að geðlæknishjálp ef þeir þyrftu á henni að halda. Þetta yljaði mér um hjartarætur vegna þess það er svo margt sem gerir það að verkum að fangar eiga geðheilsu sína undir högg að sækja. Svandís á lof skilið fyrir þetta framtak. Það er hins vegar athyglisvert að ef Svandísi tekst að koma þessu kerfi á þá væru fangar að öðru óbreyttu eini samfélagshópurinn á Íslandi sem ætti greiðan aðgang að geðlæknisþjónustu. Það tekur um það bil hálft ár að komast að hjá geðlækni á stofu og ég veit um sjúklinga sem hafa lent í geðrofi og verið lagðir inn á geðdeild Landspítalans sem hafa verið útskrifaðir eftir nokkra daga með loforð um að komast að á göngudeild eftir margar vikur. Þetta er ekki bara vanræksla og vond læknisfræði heldur glæfraleg hegðun sem setur sjúklinginn í töluverða hættu, jafnvel lífshættu. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það væri skynsamlegt af þeim sem þurfa virkilega á geðlæknishjálp að halda að játa á sig vondan glæp þannig að þeim yrði stungið strax inn í gæsluvarðhald. Nokkru eftir að ég hlustaði á Svandísi í útvarpi horfði ég á sjónvarpsþátt á RUV sem fjallaði um það hvernig geðdeild Landspítalans hafi fallið á átta af þeim tólf öryggisprófum sem voru lögð fyrir hana. Öryggis sjúklinga á geðdeild Landspítalans þótti alls ekki gætt sem skyldi. Það má því leiða að því rök að fangelsisvist myndi ekki bara tryggja þeim sem á geðlæknisþjónustu þyrftu að halda góðan aðgang að henni og miklu betri en löghlýðnum borgurum heldur meira öryggi meðan þeir nytu hennar. Og nú víkur sögunni að einum flokki geðsjúkdóma, fíknisjúkdómum: Undanfarna áratugi hefur bráðameðferð fíknisjúkdóma á Íslandi að langmestu leyti verið á vegum sjúkrahússins Vogs sem er rekið af SÁÁ. Landspítalinn hefur hætt henni utan að sinna þeim sem eru tvígreindir, með annan geðsjúkdóm í viðbót við fíknina. Það hefur hins vegar myndast gott samstarf milli Vogs og Landspítalans og stórum hundraðshluta innlagna á Vog er vísað þangað af Landspítalanum. Læknar Landspítalans hafa því í verki treyst Vogi fyrir vandanum. SÁÁ eru áhugamannasamtök og hafa beislað bæði hugsjónir og fagmennsku til þess að sinna þeim sem eiga undir högg að sækja vegna fíknisjúkdóma. Það er ekki til betri sósíalismi en þegar fólkið í landinu rís upp og sinnir þörfum annarra til þess eins að sinna þörfum annarra. Okkur ber að sýna SÁÁ þakklæti og virðingu fyrir fórnfýsi og gott starf og væri vel við hæfi að því fylgdi líka nokkur væntumþykja. Þau sáu um fíklana okkar þegar enginn annar sinnti þeim Það vill svo til að Svandís er um margt mjög góður heilbrigðismálaráðherra. Hún hefur til dæmis tekið af skarið og byrjað að setja saman heildarstefnu í heilbrigðismálum sem hefur sárlega vantað í nokkra áratugi. Hún hefur hins vegar skrítna afstöðu til SÁÁ sem getur á engan máta talist falleg eða skynsamleg út frá hagsmunum íslensks samfélags. Sem dæmi um það má nefna að þegar vinkona hennar Kristín Pálsdóttir réðst að SÁÁ með heimskulegum og ruddalegum aðdróttunum á fésbók tók Svandís undir þær (lækaði). Það er með öllu fordæmalaus vitleysa að heilbrigðismálaráðherra skuli veitast opinberlega að áhugamannasamtökum sem hafa þjónað samfélagi sínu á þann máta sem SÁÁ hefur gert. Það fór heldur ekki framhjá neinum að þegar haldnir voru tónleikar í Háskólabíói á síðasta hausti til styrktar SÁÁ mættu fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra og fluttu ávarp en heilbrigðismálaráðherra sá sér það ekki fært.ffdfasdfdsafdsfSÁÁ sendi frá sér tilkynningu í apríl í fyrra um að þau yrðu að hætta að sinna bráðameðferð ungra fíkla á Vogi vegna þess að það væri ekki aðstaða til þess að skilja á milli þeirra og fullorðinna fíkla. Svandís brást við með því að taka þá ákvörðun að flytja meðferðina upp á Landspítala. Hún gerði það án þess að ráðfæra sig við SÁÁ um umfang málsins eða Landspítalann um getu hans til þess að höndla það. Hún gerði það án þess að kanna kostnað við húsnæði og annað sem fulltrúar Landspítalans segja mér að væri miklu meiri uppi á Landspítala en á Vogi. Hún gerði það án þess að kanna hvort hægt væri að ná í fagfólk til þess að sinna verkefninu á Landspítalanum með reynslu og getu sem jafnast á við það sem er til staðar á Vogi. Hún tók sem sagt þessa ákvörðun ein og út af fyrir sig og að öllum líkindum með eitthvað allt annað í huga en hagsmuni unglinga með fíknivanda og samfélagsins almennt. Þegar Svandís sagði frá þeirri ákvörðun sinni að flytja bráðameðferð ungra fíkla upp á Landspítala fagnaði áðurnefnd vinkona hennar Kristín Pálsdóttir á fésbók og sagði að það væri gott að vita til þess að nú yrði tekið á vandanum af þeim sem væru meira fagfólk en það sem finnst á Vogi. Það er mín kenning að Svandís deili þeirri skoðun. Það er alveg ljóst af úttektinni sem var sagt frá í sjónvarpsþættinum sem ég minntist á hér að ofan og sögum sem hafa birst í fjölmiðlum upp á síðkastið að geðdeild Landspítalans á við ýmsan vanda að stríða sem bendir til þess að það sé erfitt að halda því fram að hún sé til fyrirmyndar og á nokkurn máta fremri Vogi í fagmennsku. Það er líka vert að geta þess að núna þegar búið er að fela Landspítalanum að taka við verkefninu eru starfsmenn hans að leita ráða hjá starfsmönnum Vogs um það hvernig væri best að standa að því. Það er líka dapurlegt að frétta af því að það sem er verið að útbúa uppi á Landspítala sé einungis afeitrunarrými sem bendir til þess að metnaðurinn þeirra sem að flutningnum upp á Landspítala standa sé einungis að taka verkefnið af Vogi. Bráðameðferð fíknisjúklinga samanstendur af öðru en afeitrun og er mikilvægt að byrja að hlúa að einstaklingnum á ýmsan máta meðan hann er að afeitrast og strax að afeitrun lokinni í stað þess að senda hann fljótlega heim til sín eða inn á stofnun þar sem eru sjúklingar lengra komnir í sínum bata. Katrín, það er fráleitt að nýta sér ekki þá þekkingu, reynslu og aðstöðu sem er til staðar í SÁÁ til þess að hlúa að ungum fíklum. Það eina sem vantaði á var fé til þess að breyta húsnæði á Vogi lítillega sem er miklu ódýrara en að útbúa afeitrunarrýmið uppi á Landspítala. Það er ekkert leyndarmál að það mætti ýmislegt betur fara á Vogi, til dæmis væri að því mikil bót ef það væri skilið milli kvenna og karla í meðferðinni. Það er hins vegar líka vandamál á geðdeild Landspítalans. Þetta og ýmislegt annað mætti auðveldlega bæta. Staðreyndin er sú að Vogur er mjög góð stofnun og í henni beislast brennandi áhugi góðs fólks sem við viljum ekki hrekja frá verkefninu. Það sem meira er, fíklarnir ungu sem þjást af þeim sjúkdómi sem deyðir fleiri á þeirra aldri en nokkuð annað eiga það skilið að fá að njóta þeirrar reynslu og þekkingar sem hefur byggst upp á Vogi. Afstaða Svandísar til SÁÁ er fráleit og hættuleg því unga fólki sem við viljum hjálpa í glímunni við óvægna djöfla. Hún virðist sækja þar leiðsögn til fólks sem hefur ekki aðra reynslu af málaflokknum en þá að hafa sjálft farið í meðferð á Vogi og líkað það illa. Það er engin launung að það reynist mörgum manninum erfitt fara í gegnum meðferð og leiðin um hana er gjarnan vörðuð sársaukafullri lífsreynslu. Ég lít svo á að afstaðan til SÁÁ sé villa í annars góðum texta hjá heilbrigðismálaráðherranum þínum. Þér ber skylda til þess að draga upp rauða pennann og leiðrétta.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun