Mennt er máttur Óttar Guðmundsson skrifar 30. mars 2019 09:00 Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar