Velkomin í okurland! Helga Vala Helgadóttir skrifar 21. mars 2019 07:30 Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra.
Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar