Fífa innkallar hættulegu barnaburðarpokana Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2019 09:52 Aftur þarf að innkalla pokana frá Mini Monkey. Neytendastofa Aðstandendur barnavöruverslunarinnar Fífu hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum. Þetta er í annað sinn á rúmum einum og hálfum mánuði sem umræddar tegundir eru innkallaðar og þriðja skiptið sem íslenskar verslanir hafa þurft að innkalla barnaburðarpoka. Að þessu sinni eru það tvær tegundir frá Mini Monkey; annars vegar Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Að sögn Neytendastofu, sem tilkynnti um innköllunina, eru pokarnir taldir hættulegir þar sem þeir geta rifnað. „Prófun á Sling Unlimited 4 in 1 leiddi einnig í ljós að samkvæmt merkingum var burðarpokinn ætlaður mjög ungum börnum, en börn undir fjögurra mánaða verða að vera í burðarpoka sem er sérstaklega útbúinn með stuðning fyrir höfuð þeirra,“ segir í tilkynningunni. Eigendur slíkra barnaburðarpoka eru því hvattir til að hætta notkun þeirra strax þar sem hætta er á að festingar halda ekki og barnið getur dottið úr pokanum. Netverslunin Heimkaup innkallaði einnig umrædda poka í byrjun febrúar af sömu ástæðu, pokarnir væru hættulegir. Húsgagnaheimilið taldi sig einnig þurfa að innkalla barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome í síðustu viku. Þeir pokar eru jafnframt taldir óöruggir, þeir geti slitnað auk þess sem af þeim er köfnunarhætta fyrir barnið. Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Hætti strax notkun hættulegra barnaburðarpoka Aðstandendur netverslunarinnar Heimkaup.is hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum. 4. febrúar 2019 09:49 Innkalla hættulega barnaburðarpoka Verslunin Húsgagnaheimilið hefur innkallað hættulega barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome. 11. mars 2019 14:22 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Aðstandendur barnavöruverslunarinnar Fífu hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum. Þetta er í annað sinn á rúmum einum og hálfum mánuði sem umræddar tegundir eru innkallaðar og þriðja skiptið sem íslenskar verslanir hafa þurft að innkalla barnaburðarpoka. Að þessu sinni eru það tvær tegundir frá Mini Monkey; annars vegar Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Að sögn Neytendastofu, sem tilkynnti um innköllunina, eru pokarnir taldir hættulegir þar sem þeir geta rifnað. „Prófun á Sling Unlimited 4 in 1 leiddi einnig í ljós að samkvæmt merkingum var burðarpokinn ætlaður mjög ungum börnum, en börn undir fjögurra mánaða verða að vera í burðarpoka sem er sérstaklega útbúinn með stuðning fyrir höfuð þeirra,“ segir í tilkynningunni. Eigendur slíkra barnaburðarpoka eru því hvattir til að hætta notkun þeirra strax þar sem hætta er á að festingar halda ekki og barnið getur dottið úr pokanum. Netverslunin Heimkaup innkallaði einnig umrædda poka í byrjun febrúar af sömu ástæðu, pokarnir væru hættulegir. Húsgagnaheimilið taldi sig einnig þurfa að innkalla barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome í síðustu viku. Þeir pokar eru jafnframt taldir óöruggir, þeir geti slitnað auk þess sem af þeim er köfnunarhætta fyrir barnið.
Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Hætti strax notkun hættulegra barnaburðarpoka Aðstandendur netverslunarinnar Heimkaup.is hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum. 4. febrúar 2019 09:49 Innkalla hættulega barnaburðarpoka Verslunin Húsgagnaheimilið hefur innkallað hættulega barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome. 11. mars 2019 14:22 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hætti strax notkun hættulegra barnaburðarpoka Aðstandendur netverslunarinnar Heimkaup.is hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum. 4. febrúar 2019 09:49
Innkalla hættulega barnaburðarpoka Verslunin Húsgagnaheimilið hefur innkallað hættulega barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome. 11. mars 2019 14:22