Fjórfalt meira af kókaíni í frárennslivatni í Reykjavík og miklu fleiri kókaínfíklar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:51 Valgerður Árnadóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. Vísir/Getty Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“ Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“
Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira