Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 13:27 Leigubílsstjórar eru í viðbragðsstöðu en Guðmundur Börkur segir þessi uppgrip ekkert sérstakt ánægjuefni. fbl/stefán Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05