Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:17 Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05