Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:17 Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05