Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira